16/52 Vinkonur og kókoskúlur
Fyrsta daginn í páskafríinu var náttfatapartý og vinkonurnar tvær fengu að gista. Daginn eftir fengu þær svo að gera kókoskúlur sem runnu ljúflega niður.
15/52 Beauty
Er sjálfsagt hlutdræg en mér finnst þessi stelpa vera sú allra fallegasta sem ég hef augum litið. Hér eru hún klár á árshátíð í skólanum sínum.
14/52 Töffari í gulum kjól
Það var gulur þemadagur í skólanum og eina gula flíkin sem til er á heimilinu er gamall kjóll úr búningaskúffu DK. Hún fór í kjólnum í skólann og með fullt af gulu skrauti í hárinu sem var fléttað í flétturnar hennar, en þegar heim var komið var það á bak og burt. Hún hafði tekið það úr fyrir skólasundið og skellt tagli í hárið. Ég var akkúrat að fara að mynda þegar hún kom heim og hún vildi endilega sýna mér þessa fínu pósu sem hún sagði að væri “töffara pósa”.
13/52 föstudagsdútl
Þetta dót er í miklu uppáhaldi þessa dagana, ótrúlegt hvað hægt er að dunda við þetta
12/52 Grettufés
Aroni var boðið í afmæli hjá stelpu sem býr á bakvið okkur og hann leikur oft við. Þetta var voða merkilegt fannst honum, fyrsta sinn sem hann fór aleinn í afmæli og hann vildi velja pappírinn, kortið og slaufuna utan um pakkann sjálfur. Þarna var hann kominn út í garð að fara hlaupa yfir og þetta var svipurinn sem ég fékk