Gunnhildur
Þessa fallegu stúlku myndaði ég þegar hún var aðeins nokkurra daga gömul og svo aftur núna fyrir jólin, magnað hvað þau stækka fljótt þessi blessuðu börn
Krúttmús með karakter
Ótrúlega gaman að hitta þessa fallegu stelpu aftur, búin að stækka ansi mikið síðan síðast og er alveg ótrúlega skemmtilegur karakter
NÝTT – Mini myndataka
20 mínútur í stúdíói 1 setup (1 bakgrunnur) 3 börn hámark, ef allir eru ótrúlega samvinnuþýðir þá geta foreldrar verið með líka 🙂 Innifaldar eru 5 myndir í fullri upplausn tilbúnar til framköllunar Verð: 25.000.- Þetta er tilvalið fyrir þá sem langar í nokkrar góðar myndir en ekki endilega í heilt albúm. Með þessu gefst fleirum kostur á að koma í myndatöku og þá jafnvel oftar:) Fyrir ykkur sem hugsið hvað í ósköpunum sé hægt að gera á 20 mínútum þá er gott dæmi hér fyrir neðan. Þessar myndir eru úr mömmumyndatökunni sl. haust. Frá fyrstu myndinni sem ég tók af þeim (sú fyrsta í röðinni hér fyrir neðan) og…
Emilía Dís
Ég hef verið svo heppin að fá Emilíu Dís og foreldra í heimsókn 3 ár í röð. Elska elska elska að fá fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Hún kom fyrst þegar hún var 6 mánaða og svo aftur ári síðar og svo núna full af fjöri eins og alltaf þegar ég hef hitt hana.