Hress fjölskylda
Mamman var að útskrifast sem sjúkraliði og tækifærið nýtt til að koma í fjölskyldu myndatöku í tilefni dagsins.
Viktor Snær og Jakob Bjarki
Þeir eru feikna flottir bræður og eru synir góðra vina okkar og ég hef myndað þá áður, t.d. hér . Þeir komu í heimsókn í stúdíóið fyrir jólin og það voru teknar nokkrar myndir
Bríet Sunna
Hún er kraftmikli og fjörug og sannkallaður gleðigjafi þessi stelpa, ég mynaði hana þegar hún var nokkurra vikna og þá með eldri systur hennar líka. En í nóvember sl. kom hún ein í 2 ára myndatöku eins og eldri systir hennar hafði farið í. Hér koma nokkrar myndir þvílíkur grallari þessi skotta
Auður og Björk
Þær eru dætur bestu vinkonu minnar og ég hef myndað þær ooooft áður t.d. hér og hér og hér. Þær komu í líka í myndatöku í desember sl. fyrir jólakortið.
Tvíbbar og stóra systir
Alveg endalaust flottir þessi frændsystkin mín og alltaf jafn gaman að mynda þau. Hér eru nokkrar frá því fyrir jólin.