Grallaragaur
Ólafur Ívar mætti fyrir allar aldir á laugardagsmorgni í nóvember en það breytti engu hann var þvílíkt hress og kátur strákur. Ég hef sagt það áður og segi aftur, ég er fyndin……eða allavega hló hann mikið að aulabröndurunum mínum 🙂
Bræður og systir
Þrjú flott systkin og flott mamma líka, hún ekkert lítið rík að eiga svona gullmola.
Lítil skvísa
Ótrúlega mikið krútt þessi litla 6 vikna skvísa og mamman alveg með puttann á púlsinum hvað varðar tískufatnaðinn á litlu dúlluna.
Sprækir bræður
Ótrúlega hressir og sprækir tvíburar og litli bróðir kom í myndatöku í nóvember og það var engin lognmolla í stúdíóinu þá, þvílíkt fjör á þeim sprelligosum og bara skemmtilegt.
Birgir Logi
Flottur lítill grallari sem ég myndaði þegar hann var nýfæddur og nú er hann orðinn eins og hálfs árs golfsjúkur eins og pabbi sinn. Það kom ekkert annað til greina hjá pabbanaum og jú mömmunni líka en að hafa golfkylfu og kúlu með á einhverjum myndum en það fyndna era að í hvert sinn sem sá litli sér kylfu þá segir hann “dusss” til að líkja eftir hljóðinu þegar golfkúla er slegin….bara krútt.