Sjarmör
Hann er algjör sjarmör þessi sem kom til mín alla leið frá Danmörku bara örfáum dögum fyrir síðustu jól
Mini myndatökur
Það voru nokkrir sem nýttu sér það að koma í mini myndatöku eða jólakortamyndatöku fyrir síðustu jól. En báðar eru þær stuttar og hnitmiðaðar, engin fataskipti, bakgrunnsskipti né annað slíkt heldur lögð áhersla á að ná nokkrum góðum myndum. Þó tíminn sé stuttur þá koma alltaf stórskemmtilegar myndir úr hverri myndatöku eins og sjá má hér.
Bjútí
Þessi bjútí kom með mömmu sín til mín fyrir síðustu jól
Spræk systkini
Ansi hress og spræk þessi systkini sem komu í jólamyndatöku til mín í fyrra, það var heldur betur fjör og gaman hjá okkur.
Yndisleg fjölskylda
Þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessi öll enda hef ég fengið að fylgja þeim ansi lengi, eða síðan foreldrarnir létu pússa sig saman fyrir nokkrum árum síðan. Brúðkaupið þeirra var það fyrsta sem ég myndaði og þau hafa svo komið til mín nokkrum sinnum síðan og alltaf jafn yndisleg og gaman að hitta þau. Í fyrra haust þegar þau komu tóku þau ömmuna og afann með líka sem gerði þetta enn skemmtilegra.