• Brúðkaup

    Guðmundur + Elín

    Það var síðasta laugardag í blíðu og fallegu veðri sem Elín og Guðmundur létu pússa sig saman í Lágafellskirkju að viðstöddum litlu stelpunum þeirra þremur og nánustu fjölskyldu og vinum. Innilega til hamingju með daginn ykkar Guðmundur og Elín! HÉR má sjá fleiri myndir frá deginum þeirra

  • Brúðkaup

    Dísa + Óskar

    Yndislegur, bjartur og fagur dagur blasti við þeim á sjálfan brúðkaupsdaginn sl. laugardag. Gleðigjafinn þeirra hún Hera Hrönn fór á kostum í myndatökunni og þau reyndar sjálf líka, held ég geti fullyrt að hafa sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í brúðarmyndatöku áður. Elsku Dísa og Óskar, innilega til hamingju með daginn ykkar!

  • Brúðkaup

    Inga + Lýður

    Þau kynntust í HR, felldu hugi saman, eiga yndislegar 2 ára tvíburastelpur og gengu í hjónaband 16.júlí sl. Dagurinn þeirra var sólríkur, bjartur og fagur eins og athöfnin í kirkjunni. Innilega til hamingju með daginn ykkar! Kjóllinn var alveg sjúklega flottur Hér má svo sjá slideshow með fleiri myndum frá deginum þeirra

  • Brúðkaup

    Hilda Guðný + Oddgeir

    Þessi flottu hjón gengu í það heilaga 11.júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Athöfnin var falleg, við skemmtum okkur vel í myndatökunni og veislan var frábær, fullt af frábæru fólki, góður matur og mikið hlegið. Elsku Hilda Guðný og Oddgeir innilega til hamingju með daginn ykkar og takk fyrir  að leyfa mér að taka þátt í honum. Overload af myndum en hvernig er annað hægt þegar um svona flott fólk er að ræða, þeir sem vilja sjá meira frá deginum þeirra geta kíkt á slideshow HÉR