Haukur Darri
Ferlega flottur fermingardrengur sem kom til mín ásamt systkinum sínum nokkrum dögum fyrir fermingardaginn hans.
Ferming
Þessi flotti strákur fermdis sl. vor, tókum nokkrar stúdíómyndir á sjálfan fermingardaginn en við tókum svo útimyndirnar þegar farið var að líða á haustið. Hann er dugnaðarforkur þessi bæði í námi og fótbolta og er frábær fyrirmynd. Ég var ekkert að hitta hann í fyrsta sinn, hann býr í sama litla sveitarfélagi og ég og svo kom hann í fermingarmyndatöku með systur sinni fyrir nokkrum árum. systir hans kom og var með á nokkrum myndum og Bella hundurinn þeirra líka
Lovísa Kristín
Ég hef þekkt mömmu hennar frá því um það leyti sem ég fermdist, en þá byrjaði ég að passa eldri bróður hennar sem þá var 1 árs og hann býr btw í Ameríkunni núna þar sem hann nemur sálfræði í flottum háskóla og spilar fótbolta….hversu gömul er ég eiginlega orðin?? En allavega þá passaði ég hann þar til hann var 7 ára og ég fluttist erlendis, ég eyddi ófáum stundum inni á heimilinu þeirra og upplifði ýmislegt með þeim, en þetta var eins og mitt annað heimili. Eftir að ég fluttist erlendis kom þessi fallega stelpa í heiminn, Lovísa Kristín og þó ég hafi ekki kynnst henni neitt mjög mikið…
Kristín Helga
Yndisleg frænka mín sem fermdist í vor og ég fékk þann heiður að taka myndir af henni í tilefni dagsins.
Flottur fermingardrengur
Þessi flotti drengur fermdist í vor og kom í myndatöku í tilefni þess.