Lísbet Rós
Það var önnur ferming í fjölskyldunni, aftur var það systurdóttir mannsins mín sem var að fermast og nú var brunað í Grundarfjörð. Ég tók örfáar myndir úti á fermingardaginn en það ringdi svo hryllilega, líkt og hellt væri úr fötu að það var nánast ógerlegt. Nokkrum vikum síðar var svo myndataka í stúdíóinu.
Bára Dís
Við fjölskyldan renndum norður á Akureyri í byrjun apríl í fermingu hjá bróðurdóttur mannsins míns og ég myndaði nokkrar myndir úti á fermingardaginn hennar Báru Dísar Örfáum vikum síðar komu þau fjölskyldan svo suður og þá voru teknar nokkrar myndir í stúdíóinu þokkalega eðlileg fjölskylda ;o)
Fermingarskvísa
Flott fermingarstelpa sem kom til mín í vor
Fermingarskvísa
Hress fermingardrengur og fjölskylda
Þau komu til mín í mars rétt áður en hann fermdist og það var mikið fjör í stúdóinu með öllu þessu fólki, ekki hægt asegja annað.