Mín á miðvikudegi

11/52 Gult hjól

Gulu hlólin eru mjög vinsæl í leikskólanum en þau eru fá og börnin mörg þannig þa er mikið kappsmál að komast út og ná sér í hjól. Ekki alltaf sem það tekst og oft hefur verið kvartað yfir því þegar heim er komið að hjólin hafi öll verið upptekin og hann hafi ekkert fengið að hjóla þann daginn. En þennan dag var AK alsæll hjólandi um allt á gula hjólinu.