Ýmislegt

Vinavika – Sandra

Sandra og Aðalbjörg eru systur og algjörar smalokur þannig að um leið og vinátta myndaðist við Aðalbjörgu urðum við Sandra vinkonur. Hún bjó líka í sama húsi og við og við gengum með börnin okkar á sama tíma, vorum meira að segja settar sama dag. En börnin okkar fæddust nú samt á sitthvoru árinu, þó eru bara þrír dagar á milli þeirra. En samveran var mikil í fæðingarorlofinu og samgangurinn er enn mikill og börnin okkar góðir vinir.

Sandra er eins og systir sín boðin og búin til að gera allt og hún hefur reddað mér þegar ég hef verið að mynda úti í bæ og kippt börnunum heim fyrir mig svo þau geti leikið við stelpuna hennar og er alltaf tilbúin að hjálpa til þegar þess þarf.

Takk Sandra fyrir alla hjálpina í gegnum tíðina, takk fyrir að vera svona frábær eins og þú ert!

Það fylgja að sjálfsögðu myndir, ég á enga af okkur saman en helling af börnunum hennar

Rebekka Sif hennar Söndru og Aron minn þriggja vikna gömul

Rebekka Sif þriggja mánaða

Flottar mæðgur

Krakkarnir okkar nokkurra mánaða

Þvílíkt flott fjölskylda…

…og á góðri leið með að verða stærri

Stefán Orri bættist í hópinn

Systkinin saman sumarið 2010

One Comment