Lítil perla
Það var á dásamlega fallegum haustdegi sem ég hitti þessa litlu fallegu fjölskyldu úti við til að taka fallegar haustmyndir af skottunni þeirra. Mamma hennar hafði verið sú heppna sem dregin var út í haustleiknum á Facebook. Mér fannst alveg tilvalið að mynda þau öll saman enda alltof sjaldan sem foreldrar eru með börnunum sínum á mynd, börnin yfirleitt sett í fókus í myndatökum. Það er svo dýrmætt að eiga fallegar myndir af fjölskyldunni saman, ástinni, nándinni, gleðinni og hamingjunni. Ég held að mér hafi tekist nokkuð vel til við að fanga þessi fallegu 3.