• Ferming

    Lovísa Kristín

    Ég hef þekkt mömmu hennar frá því um það leyti sem ég fermdist, en þá byrjaði ég að passa eldri bróður hennar sem þá var 1 árs og hann býr btw í Ameríkunni núna þar sem hann nemur sálfræði í flottum háskóla og spilar fótbolta….hversu gömul er ég eiginlega orðin?? En allavega þá passaði ég hann þar til hann var 7 ára og ég fluttist erlendis, ég eyddi ófáum stundum inni á heimilinu þeirra og upplifði ýmislegt með þeim, en þetta var eins og mitt annað heimili. Eftir að ég fluttist erlendis kom þessi fallega stelpa í heiminn, Lovísa Kristín og þó ég hafi ekki kynnst henni neitt mjög mikið…

  • Börn

    Yndis skottulína

    Þessi er heldur betur fjörug og frábær og kom með mömmu sinni snemma á þessu ári. Alltaf gaman að hitta börnin sem ég hef myndað áður og sjá hversu mikið þau hafa stækkað síðan síðast. Foreldrana langaði að eiga myndir af henni á svipuðum aldri og teknar voru myndir af stóur systur hennar og því kom hún ein að þessu sinni.

  • Börn

    Leiðarljós

    Fyrir nokkru síðan, eiginlega bara nokkuð löngu síðan var söfnun fyrir veikustu börn Íslands undir nafninu Á allra vörum. Þar söfnuðust fleiri milljónir sem ma. fóru í að opna stuðningsmiðstöð fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Ég reyndi að leggja málefninu lið og gaf myndatökur. Stuðningsmiðstöðin hlaut nafnið Leiðarljós og sá um að koma gjafabréfum til skjólstæðinga sinna. Sökum þess hve mikil vinna fór í að koma miðstöðinni á laggirnar var ekki farið að vinna í þessum málum fyrr en rétt fyrir síðustu jól og þá voru allir tíma fullir hjá mér. Þeim sem vildu var boðið að þiggja myndatöku í upphafi þessa árs og nokkrir nýttu sér tækifærið. Það…