Falleg mæðgin
Þau komu til mín í stutta myndatöku fyrir jólin og það var ofsalega gaman að hitta þessi þrjú og fá tækifæri til að taka nokkrar myndir af þeim
Litla gull
Mætt til mín með mömmu sinni bara örfáum dögum eftir að hún kom í heiminn
Lítil ponsa
Nokkurra daga gömul mætti hún ásamt foreldrum sínum til mín í myndatöku, alveg dásamlega falleg, hárprúð og svo sammvinnuþýð.
Yndisleg fjölskylda
Við hittumst á glimrandi fallegum sunnudegi þar sem haustið skartaði sínu fegursta og áttum skemmtilega stund saman, það var leikið, hlaupið, farið í leiki og mikið hlegið enda með eindæmum spræk börn hér á ferð. Við mamman kynntumst í grunnskóla þar sem við vorum saman í bekk og ágætis vinkonur á þeim tíma, sambandið hefur þó verið lítið síðan þá eins og gengur og gerist en ofsalega gaman að hitta hana og fallega fólkið hennar. Reyndar hitti ég hana og börnin í mömmumyndatökunni sl. haust og gaman að sjá hve börnin höfðu þroskast síðan þá.
Jólakort 2013
Hér er sýnishorn af jólakortunum sem í boði eru þetta árið