Grallaragaur
Mamma hans vann myndatöku í Facebook leik og nýtti hana til að fá myndir af fallega grallaranum sínum
Lítill pjakkur
Fyrsta barn foreldra sinna sem voru hreinlega að kafna úr stolti þegar þau komu með litla pjakkinn sinn til mín nokkura daga gamlan.
Selma Sól + Oscar
Þessi tvö gengu að eiga hvort annað í Garðakirkju 1.júní sl. Þetta var yndisleg athöfn og gaman að fá að taka þátt í þessum fallega degi með þeim. Það helliringdi á meðan athöfninni stóð og í byrjun myndatökunnar, en þau létu það ekki á sig fá. Þegar leið á ruddi sólin sér fram og bægði regnskýjunum burt okkur tl mikillar gleði. Innilega til hamingju með daginn ykkar enn og aftur elsku Selma og Oscar
Útskrift úr Kvennó
Hún er í uppáhaldi hjá mér þessi frábæra frænka mín sem útskrifaðist úr Kvennó með glæsibrag í lok maí. Ég hitti þau fjölskylduna við skólann strax að lokinni útskrift í hávaða roki og það skiptust á skin og skúrir, en við létum það ekkert á okkur fá.
Yndislegur lítill moli
Hann var nokkurra daga gamall þegar hann kom með mömmu sinni og pabba sem sáu vart sólina fyrir honum. Hann svaf eins og engill og var dásemdin ein að mynda