Lítil krútta
Nokkurra daga gömul og algjör dásemd
NÝTT – Mini myndataka
20 mínútur í stúdíói 1 setup (1 bakgrunnur) 3 börn hámark, ef allir eru ótrúlega samvinnuþýðir þá geta foreldrar verið með líka 🙂 Innifaldar eru 5 myndir í fullri upplausn tilbúnar til framköllunar Verð: 25.000.- Þetta er tilvalið fyrir þá sem langar í nokkrar góðar myndir en ekki endilega í heilt albúm. Með þessu gefst fleirum kostur á að koma í myndatöku og þá jafnvel oftar:) Fyrir ykkur sem hugsið hvað í ósköpunum sé hægt að gera á 20 mínútum þá er gott dæmi hér fyrir neðan. Þessar myndir eru úr mömmumyndatökunni sl. haust. Frá fyrstu myndinni sem ég tók af þeim (sú fyrsta í röðinni hér fyrir neðan) og…
Margrét Maja
Þessi yndislega skonsa stendur mér nærri þar sem mamma hennar og maðurinn minn eru systkini. Hún var nokkurra daga gömul þegar þau komu til mín. Hún er stór og flott og lét mig nú alveg hafa smá fyrir sér þessi elska :o)
Sætar systur
Þessar súper sætu systur komu í myndatöku fyrir síðustu jól og það var mikið stuð í stúdíóinu því þarna voru fjörkálfar á ferð.
Litla ponsu pons
Mömmuna þekki ég frá því ég var barn því mæður okkar eru góðar vinkonaur og við hittumst ansi oft ár árum áður. Það var því ótrúlega gaman að hittast aftur eftir öll þessi ár og fá að mynda litlu dúlluna hennar. Stoltir og hamingjusamir foreldrar með litla gullið sitt