Alexander, Gunnar og Logi
Hress fermingardrengur og fjölskylda
Þau komu til mín í mars rétt áður en hann fermdist og það var mikið fjör í stúdóinu með öllu þessu fólki, ekki hægt asegja annað.
Áramótaheitin
Ég strengdi áramótaheit, eða öllu heldur setti mér markmið fyrir árið 2013, ég settist niður seint eina nóttina milli jóla og nýárs með penna og bók og skrifaði þau öll niður. Þar kenndi ýmissa grasa, þetta klassíska með að bæta sig sem manneskja, setja heilsu og hollustu í forgang og þar fram eftir götunum. Ég setti mér líka það markmið að vera duglegri að mynda börnin mín, ég tek fullt af myndum af þeim það er ekki það en mig langar að taka meira af myndum af þeim í daglegu amstri heldur en í stúdíóinu. Ég ákvað því að taka mynd á dag amk. í janúar. Ég er búin að…
Þvílíkt ríkidæmi
Flottar systur
Þær komu í heimsókn frá Noregi og tækifærið nýtt til myndatöku fyrir jólin.