Friðrik Rafn, Ólöf Birna og litla systir
Eins og áður, elska að hitta sömu börnin og fjölskyldurnar aftur og aftur, myndaði foreldrana fyrst í brúðkaupinu þeirra 2007 og hef svo myndað þau nokkrum sinnum síðan. Seint í nóvember bættist við nýr gullmoli í fjölskylduna og þau komu öll í myndatöku þegar litla dúllan var nokkurra daga gömul. Ótrúlega stolt systkin með litlu systur Yndisleg fjölskylda Vonast til að fá að mynda þau aftur í framtíðinni
Lukkuleikur – jólakortamyndataka
Í nóvember efndi ég til lukkuleiks á Facebook, og pabbi þessara fallegu barna var dreginn út…..og hér er afraksturinn.
Sýnishorn 2011
Er í óðaönn að reyna að koma sýnishornum úr myndatökum frá því fyrir jól hingað inn, er kominn vel á veg með það en þó slatti eftir. Það gafst hreinlega enginn tími í þetta fyrir jól í allri geðveikinni þá og svo það sem af er nýja árinu hefur tíminn farið í annað, en skýringin á því kemur fljótlega 🙂
Mardís Ylfa
Ég hef sagt það áður og segi enn og aftur ég elska það að fá að mynda sömu fjölskyldurnar aftur og aftur og fá að fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Ég myndaði kúluna sem Mardís Ylfa var inní, þegar hún var nokkurra daga gömul og nú aftur fyrir jólin þegar hún var orðin rúmlega 10 mánaða skottulotta.
Fjögur feikna flott
Þau búa í næsta nágrenni og næst yngsta skottan er ein af bestu vinkonum dóttur minnar þannig að ég hef nú ansi oft hitt þau áður. Þau mættu einn laugardagsmorgun í lok nóvember í myndatöku ásamt foreldrum sínum og hundinum Nero. Fanney ofurpæja, en hún var einmitt módel fyrir mig í tískuverkefni fyrir sveinsprófið mitt með hundinn sinn Nero Aron Freyr töffari Karen Lind fimelikaskvísa Hektor Orri var alveg með’etta Hann vildi líka knúsa Nero fékk svo alveg nóg af þessu í lokin ; )