Lítil bjútí
Ég hef þekkt pabba þeirra frá því ég kynntist manninum mínum enda voru þeir miklir vinir og mamma þeirra kom svo til sögunnar ekki löngu seinna þannig að árin sem við höfum þekkst eru orðin ansi mörg. Vináttan var mikil á þeim tíma og mikið skemmtilegt gert saman. En eftir því sem árin hafa liðið þá hittumst við æ sjaldnar, en þrátt fyrir það er það þannig að þegar við hittumst er eins og það hafi verið í síðustu viku, það hlýtur að teljast til góðrar vináttu. Hér er hún nokkurra daga gömul með stóra bróður Innilega til hamingju með litla molann ykkar elsku Íris og Árni og auðvitað Axel…
Smá “sneak peek”
….fyrir Ingu og Lýð sem létu pússa sig saman sl. laugardag. Innilega til hamingju með daginn ykkar! Meira síðar
27/52 Fótbolti
Uppáhalds strákarnir mínir í kvöldsólinni á Akureyri um daginn
26/52 Sumarhátíð
Það var sumarhátíð í leikskólanum um daginn og foreldrum og systkinum boðið að koma og vera með. Meðan beðið var eftir leiksýningu dundaði AK sér í mölinni í rólegheitum
Hilda Guðný + Oddgeir
Þessi flottu hjón gengu í það heilaga 11.júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Athöfnin var falleg, við skemmtum okkur vel í myndatökunni og veislan var frábær, fullt af frábæru fólki, góður matur og mikið hlegið. Elsku Hilda Guðný og Oddgeir innilega til hamingju með daginn ykkar og takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum. Overload af myndum en hvernig er annað hægt þegar um svona flott fólk er að ræða, þeir sem vilja sjá meira frá deginum þeirra geta kíkt á slideshow HÉR