• Nýfædd

    Sölvi Snær

    Yndislegur lítill gullmoli hér á ferð, ég myndaði hann í nóvember þegar hann var þriggja vikna gamall. Mér finnst alltaf einstakt að mynda nýfædd börn en það er eitthvað extra við það að mynda nýfædd börn sem maður þekkir til. Þessi litil prins er litli bróðir einnar bestu vinkonu Dagbjartar dóttur minnar og hún hefur verið oft og mikið hjá okkur. Ég mun því geta fylgst með honum vaxa og dafna og á án efa eftir að smella myndum af honum aftur síðar. Elsku vinir, innilega til  hamingju með fallega gullmolann ykkar. Ætlaði auðvitað að vera löngu búin að setja inn myndir en eins og þið vitið þá hefur ég…

  • Nýfædd

    Litla ponsu spons

    Hún var 7 daga gömul svo ég bjóst aldeilis við að hún myndi sofa sama hvað gengi á, en hún hafði heldur betur önnur plön. Hún svaf alveg, það var ekki það, en bara í vöggunni sinni eða í fanginu á mömmu sinni. Um leið og það átti að bjástra eitthvað við hana til að taka myndir, var hún vöknuð, og lét sko heyra í sér. Það var því ekkert hægt að gera allsonar fettur og brettur eins og venjulega, heldur fékk hún bara að sofa svona nokkurn veginn í friði.

  • Nýfædd

    Lítill pjakkur

    Þessi litli pjakkur mætti í myndatöku rétt fyrir jólin þá tveggja vikna gamall. Hann var aldeilis ekkert á því að sofna og hvað þá sofa þegar hann loksins sofnaði, en hann gaf færi á sér í smá stund þannig að hægt var að smella af nokkrum myndum. Loksins loksins fáið þið að sjá myndir Halldóra og Guðjón, takk kærlega fyrir þolinmæðina.

  • Nýfædd

    Litli snúður

    Lítill krúttkarl sem ég myndaði rétt fyrir jólin, þá 10 daga gamall. Ég er langt á eftir í allri myndvinnslu og bloggi svo ég er fyrst að komast í þetta núna. Anna Gyða, Ingvar og Monika, þúsund þakkir fyrir þolinmæðina og jólagjöfina. Já við erum að tala um það að ég fékk jólagjöf frá þessu yndislega fólki, á  þorláksmessu þegar við fjölskyldan komum heim eftir jóla stúss hékk jólapakki í bréfalúgunni stílaður til mín og falleg jólakort líka. Í gjöfinni var geisladiskur en amma litla snúðsins er landsfrægur hörpuleikari og gaf út nýjan geisladisk fyrir jólin sem hentar einkar vel í svona kríla myndatökur þar sem hann skapar rólega og…