Stór og flott fjölskylda…
….sem kom í myndatöku til mín í vor m.a. í tilefni af fermingu elsta stráksins
Úber fersk fjölskylda
Þau komu í myndatöku fyrir jólin, töluðu um að hafa ætlað að gera þetta í fleiri fleiri ár. Margir koma eingöngu í myndatöku meðan börnin eru lítil, en þessi fjölskylda ákvað að koma þrátt fyrir að strákarnir þeirra séu ekki lengur nein smábörn. Ég held svei mér þá að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel í myndatöku og hlegið eins mikið, þetta er með ólíkindum hresst fólk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Júlíana Líf
Þessi litla yndislega skvísa kom í myndatöku fyrir jólin með mömmu sinni og pabba
Emilía Dís
6 mánaða krúttsprengja sem kom í myndatöku fyrir jólin ásamt foreldrum sínum. Fullt af myndum…gat ekki valið úr
Röskva, Hilda Rögn, Sigmar Rökkvi + foreldrar
Við mamman höfum þekkst frá því við vorum krakkar, vorum í sama árgangi í grunnskóla, bjuggum lengi vel í sömu götu og lékum okkur oft saman. Aftur í menntaskóla vorum við saman í einhverjum áföngum og nokkrum árum eftir að hafa útskrifast úr hittumst við fyrir tilviljun í búð og komumst að því að við vorum báðar að flytja í Voga á sama tíma. Fljótlega eftir að dóttir mín byrjaði í leikskólanum þar byrjaði Tinna að vinna þar og hefur því passað bæði börnin mín þar þangað til sl. haust. Þegar hún sagði mér að hún væri að hætta í leikskólanum þá táraðist ég, því það dýrka hana allir, börn…