Ásdís Ösp og Alexandra Fjóla
Ég elska þegar ég fæ að mynda sömu börnin aftur og aftur, fá að fylgjast með þeim vaxa og dafna og sjá allar breytingarnar sem hafa orðið á milli þess sem ég hitti þau. Ásdís Ösp og Alexandra Fjóla og frábæru foreldrar þeirra voru engin undantekning. Ég myndaði þau fyrst þegar Ásdís Ösp var nokkurra vikna, aftur þegar Alexandra Fjóla var nokkurra vikna og svo núna fyrir jólin. Alltaf jafn gaman að hitta ykkur elsku Elín, Pétur og dásamlegu stelpurnar ykkar
Fjölskyldumyndir
Flott fjölskylda sem kom í fjölskyldumyndatöku í nóvember Það byrjaði ekki vel…litla sponsinu leist ekkert á þetta… ..en það var stutt í brosið
Bræður og systir
Þrjú flott systkin og flott mamma líka, hún ekkert lítið rík að eiga svona gullmola.
Sprækir bræður
Ótrúlega hressir og sprækir tvíburar og litli bróðir kom í myndatöku í nóvember og það var engin lognmolla í stúdíóinu þá, þvílíkt fjör á þeim sprelligosum og bara skemmtilegt.
Góðviðrisdagur í lok október
Á síðasta degi október mánaðar fór ég og hitti þessa fjölskyldu og það ekki í fyrsta sinn, ég myndaði brúðkaupið þeirra sl. vor. Mér finnst alltaf svo frábært þegar ég fæ tækifæri til að hitta fjölskyldur aftur sem ég hef myndað áður. Við fengum okkur rölt í fallegum lundi rétt hjá heimili þeirra og skemmtum okkur mjög vel.