11/52 Gult hjól
Gulu hlólin eru mjög vinsæl í leikskólanum en þau eru fá og börnin mörg þannig þa er mikið kappsmál að komast út og ná sér í hjól. Ekki alltaf sem það tekst og oft hefur verið kvartað yfir því þegar heim er komið að hjólin hafi öll verið upptekin og hann hafi ekkert fengið að hjóla þann daginn. En þennan dag var AK alsæll hjólandi um allt á gula hjólinu.
10/52 Celebration
Dagbjört á Celebration golf vellinum sem er eins flottur og þeir gerast held ég
9/52 Fjör í sólinni
Þessi er tekin í æðislegum skemmtigarði á Florida sem heitir Busch Gardens, sá allra flottast sem ég hef séð. Mæli með að þeir sem fara til Florida fari þangað.
8/52 Worlds most famous beach
Það stóð amk. á skiltinu við ströndina. Þessi mynd er tekin við sólsetur á Daytona Beach, án efa fallegasta strönd sem ég hef séð, alveg tær sjór og hvítur sandur svo langt sem augað eygði. Sandurinn var svo fínn að hann líktist nánast ryki og Aron sagði mér það að þetta væri ekkert sandur heldur “tásuhveiti”.
7/52 pollafjör
Fórum í gönguferð í blíðunni sl. miðvikudag og á heimleiðinni var sullað í pollum