Kátir krakkar
Ég myndaði þessa kátu krakka einn sunnudagsmorgun fyrir ekki svo löngu. Mæður þessara barna eru systur og eru vinkonur mínar þannig að ég þekki þessi börn vel og hef myndað þau oft áður. En það er alltaf gaman að fá að mynda fallega gullmola og ekki leiðinlegra að gera það úti í nágrenninu heima. Yngsti stubburinn er þessi hér og hér Þetta er þessi hér stubbur og þessi litli kútur er þessi hér
Karítas & Hildur Hekla
Flottar systur sem komu í myndatöku til mín í fyrradag, hér má sjá nokkur sýnishorn Mamma þeirra var með svona líka flotta kúlu svo það var auðvitað ekki annað hægt en að smella mynd af henni líka
Flottur lítill grallari
…sem kom í myndatöku með foreldrum sínum í gær. Hann var í bananastuði og lék á alls oddi, hér koma nokkur sýnishorn.
Sprækir bræður
Þessir spræku bræður komu í myndatöku sl. föstudag ásamt foreldrum sínum og það var ansi mikið fjör hjá okkur
Karítas Talía
Gullfalleg lítil stelpa sem kom í myndatöku fyrir einhverjum vikum síðan. Það bara gafst aldrei tími til að setja inn myndir af henni fyrr. Frændsystkin hennar þau Rebekka Sif og Stefán Orri komu líka því ömmuna langaði í myndir af öllum þremur barnabörnunum saman