Falleg fjölskyda
Þau komu í fyrsta skipti til mín fyrir síðustu jól og það var ótrúlega gaman að fá að hitta þau aftur og sjá hvað börnin höfðu stækkað og þroskast mikið, sérstaklega sú stutta. Við hittumst úti á fallegum laugardegi í byrjun október og nutum þess að vera úti í fallegri náttúrunni. Eftir að hafa myndað fjölskylduna saman bættust nokkur frændsystkini í hópinn til þess að fá hópmynd handa ömmunni en auðvitað tók ég nokkrar fleiri myndir af frændsystkinunum í leiðinni
Yndislegar systur
Það er alltaf jafn gaman að hitta þessar yndislegu systur og mömmu þeirra. Ég hef verið svo heppin að fá að mynda þær nokkrum sinnum áður. Í þetta skiptið hittumst við utandyra á dásamlega fallegum laugardegi í byrjun október. Við skemmtum okkur frábærlega vel eins og alltaf þegar við hittumst og það var mikið hlegið.
Fermingardama
Í byrjun sumars kom til mín falleg fjölskylda í tilefni af fermingu einnar dömunnar á heimilinu
Þessar tvær
Alveg einstakar þessar systur sem ég hef verið svo heppin að fá að mynda nokkrum sinnum áður. Þær kom til mín í stutta myndatöku snemma á árinu og það var mikið fjör hjá okkur eins og alltaf þegar við hittumst.
Flottir frændur
Þessir flottu frændur voru þeir fyrstu sem heimsóttu mig í stúdíóið á þessu ári og skemmtu sér stórvel í myndaökunni ásamt mér og ömmu þeirra og afa sem komu með þá.