Breytingar í vændum…
Þegar sumarfríinu lýkur hefst upphaf að einhverju nýju, hér áður var það að skólinn byrjaði sem þýddi upphaf nýs skólaárs, en undanfarin ár finnst mér sumarlok/haustið vera tími breytinga og undirbúnings. Þetta er sá tími sem ég fæ alltaf ógurlega þörf fyrir að breyta og bæta heimasíðuna mína, hjá börnunum mínum eða blogginu. Í ár er þetta ekkert öðruvísi en undanfarin ár og nú eru þegar hafnar breytingar á blogginu og því má búast við að það gætu verið einhverjir hnökrar á því meðan á breytingum stendur. Varðandi þetta blogg hef ég svo sem líka velt því fyrir mér hvort ég ætti að hætta þessu, ég hef oft á tilfinningunni að…
Sumarfrí
Ég ætla að halda mig frá tölvunni svona meira og minna fram til 9. ágúst n.k. og njóta sumarsins og veðursins með fjölskyldunni, en ef þú ert á höttunum eftir myndatöku eða ert með einhverjar fyrirspurnir ekki hika við að senda línu á iris@infantia.eu, ég mun svara öllum pósti eftir bestu getu en bið fólk þó að sýna þolinmæði berist svarið ekki undireins. Það er líka velkomið að hafa samband í s. 615-5505 Njótið sumarsins!
Gleðilegt ár!…..
…..og takk fyrir það gamla, loksins gefst tími til að setjast niður og setja eitthvað hingað inn eftir langa og stranga jólatörn sem er í raun ekki alveg búin enn (á enn eftir að vinna úr einhverjum myndanna, en það er allt á réttri leið). Það hefur enginn tími gefist til að setja sýnishorn hingað inn síðan fyrir löngu síðan en það munu tínast inn nokkrar úr nóvember og desember myndatökunum á næstu dögum. Ásamt fréttum af nýjum vörum, spennandi glaðningi ofl. -Íris
Vinningshafar í happdrættinu……
…..trommmusláttur……. Dagbjört & Sandra Dögg Stefánsdóttir Þakka öllum kærlega fyrir þáttökuna og falleg orð sem skrifuð voru. Endilega haldið áfram að fylgjast með, það verður eitthvað fleira svona skemmtilegt í boði aftur seinna. -Íris P.S. Infantia er líka komið á facebook
Ný síða komin í loftið!
Í tilefni af nýju síðunni efni ég til smá happdrættis! Þakka öllum þeim sem tóku þátt, vinningshafar verða tilkynntir hér 18.nóvember. -Íris