• Ýmislegt

    Nýtt útlit loksins!

    Eftir hellings pælingar, vinnu og dútl þá er nýja útlitið loksins klárt. Tók ekki nema nokkra mánuði, enda svo sem margt annað sem þvældist fyrir mér í millitíðinni og fullkomnunaráráttan getur líka verið til vandræða. Stefnan er auðvitað tekin á að vera duglegri að pósta hér inn (pff hefur heyrst frá mér áður) en við sjáum hvað setur, næstu vikur og mánuðir verða ansi annasamir og þá er spurning  hvort það gefist einhver tími í þetta. Heimasíðan sjálf fékk líka smá andlitslyftingu, nýjar myndir, slóð á verðskrána þaðan og annað smálegt. Það eina sem vantar eiginlega til að ég verði fullkomlega ánægð með þetta er ný mynd af mér með…

  • Ýmislegt

    Tulipop

    Tulipop er frábær og falleg íslensk hönnun, litagleðin allsráðandi og fjörlegar fígúrur. Signý hönnuður Tulipop fékk mig til að mynda vörunar fyrir bækling, vefsíðu ofl. Ég fékk svo hana Soffíu sem heldur úti blogginu Skreytum hús til liðs við mig, hún sá um uppröðun og stíliseríngu. Við þrjár hittumst heima hjá Soffíu og það var mikið pælt og spekúlerað, raðað og myndað, breytt og myndað aftur osfrv. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég hlakka til að vinna meira með þeim hjá Tulipop í framtíðinni. Ef þig vantar fallega gjöf eða langar til að gleðja börnin þín eða bara fegra heimilið þá mæli ég með Tulipop

  • Mini myndataka,  Ýmislegt

    NÝTT – Mini myndataka

    20 mínútur í stúdíói 1 setup (1 bakgrunnur) 3 börn hámark, ef allir eru ótrúlega samvinnuþýðir þá geta foreldrar verið með líka 🙂 Innifaldar eru 5 myndir í fullri upplausn tilbúnar til framköllunar Verð: 25.000.- Þetta er tilvalið fyrir þá sem langar í nokkrar góðar myndir en ekki endilega í heilt albúm. Með þessu gefst fleirum kostur á að koma í myndatöku og þá jafnvel oftar:) Fyrir ykkur sem hugsið hvað í ósköpunum sé hægt að gera á 20 mínútum þá er gott dæmi hér fyrir neðan. Þessar myndir eru úr mömmumyndatökunni sl. haust. Frá fyrstu myndinni sem ég tók af þeim (sú fyrsta í röðinni hér fyrir neðan) og…