• Ýmislegt

    Myndin sem varð næstum því aldrei til

    í gær þegar ég sat í bílnum ásamt börnunum að skutla þeirri elstu á dansæfingu spurði hún hvort ég vildi taka mynd af mér og henni þegar við kæmum heim með “myndavélinni þarna þar sem myndin kemur beint upp úr” AKA Fuji Instax. Ég sagði bara “jájá við getum gert það” en innst inni hugsaði ég…ohh vonandi gleymir hún þessu bara um leið og ég hugsaði um útganginn á mér. Yoga buxur og bolur, hettupeysa og ballerínuskór, ekki búin að þvo hárið né greiða þann daginn og það í einum flókahnút aftan á hausnum fyrir nú utan það að það er löngu kominn tími á strípur. Alveg ómáluð og já…

  • Ýmislegt

    Langar þig í frí jólakort??

    Hvernig væri að vera tímanlega í ár, fara í myndatöku með fjölskylduna áður en allt ysið og þysið sem fylgir jólunum skellur á? Myndirnar eru þá valdar í rólegheitum og tilbúanr löngu fyrir jól, hægt að vera búin að pakka inn þeim sem eiga að rata í jólagjafir snemma og ekkert stress. Ef þú kemur í myndatöku (sem greitt er fyrir skv. verðskrá) fyrir 13.október færðu 30 jólakort með mynd og umslagi að andvirði 10.900.- frítt með og getur verið búin að koma kortunum í póst löngu áður en fresturinn til að þau komist örugglega á réttan stað í tæka tíð rennur út. Hér kemur svo smáa letrið:)  Myndatakan þarf…

  • Ýmislegt

    Allt að gerast

    …eða svona næstum því, allavega fullt í gangi þessa dagana og veit varla hvar ég á að byrja:o) Er komin með nýja bakgrunna og nýja props, þó börnin njóti sín nú alltaf vel í allri sinni dýrð má stundum peppa myndirnar aðeins upp. Það eru líka komin ný og stórglæsileg albúm/ljósmyndabækur og ný jólakort í vinnslu. Ég hef einnig ákveðið að bjóða uppá myndir á geisladisk í fullri upplausn! NB. gildir eingöngu um nýjar myndatökur En ég mun að sjálfsögðu bjóða uppá alla þá þjónustu sem ég bauð uppá fyrr varðandi prentun, albúm og annað slíkt vilji fólk losna við það sjálft. Ein af litla gullinu mínu