• Ýmislegt

    Bráðið hjarta

    Þeir bræddu mig um leið og ég sá þá fyrst, aðeins nokkurra daga gamlir. Þeir eru þrír, gullfallegir, svartir og brúnir, með stór geislandi augu, sperrt eyru og snögghærðir. Þeir komu til mín í myndatöku um daginn orðnir nokkurra vikna og ég get svarið það að það var ekki auðvelt að kveðja þá, ég hefði viljað eiga þá alla með tölu. Þessir þrír glæsilegu hvolpar eru  Miniature Pinscher,  fæddir 15. júlí, 1 tík og 1 rakki eftir, tilbúnir til afhendingar í lok september. Undan verðlauna foreldrum, Mía og Mikki (Tító) Ef þú hefur áhuga á að næla þér í einn hafðu þá samband við Unni hjá Lyngdalsræktun unnuri@hotmail.com Er til…

  • Ýmislegt

    Langt á eftir sjálfri mér :(

    Oh það er alveg ferlegt að dragast svona langt aftur úr sjálfum sér eins og ég hef gert undanfarið, búið að vera allt of mikið að gera um leið og ég hef reynt að komast í smá sumarfrí með fjölskyldunni. Það er ástæðan fyrir því hvað bloggið hefur verið vanrækt í langan tíma, ég hef þó engum gleymt og ætla því að skell inn alveg haug af sýnishornum hér rétt á eftir. Mín á miðvikudegi hefur líka setið á hakanum, myndirnar hafa þó verið teknar en bara ekki settar hingað inn, en þær koma líka fljótlega. Afþví að póstar eru alltaf skemmtilegri með myndum þá fylgir ein af pjakknum mínum

  • Ýmislegt

    Teiknisamkeppni – Dagbjört

    *NB. þessi póstur er fastur hér efst, endilega skrollið neðar á síðuna* Dagbjörtin mín er að taka þátt í teiknisamkeppni á vegum fatahönnuðarins Stella McCartney. Hún yrði voða glöð ef þið vilduð gefa hennar mynd atkvæði með því að smella á þennan tengil Það sem þarf að gera er að smella á “I love it” hnappinn. Takk kærlega fyrir þitt framlag! Þetta er flotta myndin sem um ræðir!

  • Ýmislegt

    Vinavika – Wrap up

    Ég er þakklát, fyrir vináttu, fyrir vini mína (líka þá sem ekki eru taldir upp hér) og fjölskylduna mína. Það eru klárlega forréttindi að vera umkringd svona frábæru fólki og eiga góða að, alltaf. Vinavikan teygðist í eina og  hálfa, bæði vegna ritstíflu og tímaskorts (hvert í an…….m fer tíminn alltaf?) En svona rétt til að útskýra aðeins með börnin, þetta með að það séu aðrir að sækja þau úr skóla og leikskóla. Þetta er klárlega fari að líta illa út þegar lesið yfir alla póstana og mætti halda að tíminn sem ég og við bæði hefðum með börnunum væri lítill. En það er sem betur fer alls ekki svo,…

  • Ýmislegt

    Vinavika – Svana

    Hún er síðust í röðinni í þessari upptalningu, en alls ekki síst. Við höfum ekki þekkst sérlega lengi, ekki nema 3 ár eða svo, kynntumst í gegnum leikskólann en hún var að vinna á deildinni hennar Dagbjartar og í miklu uppáhaldi. Það fór svo að vináttutengsl byrjuðu að myndast í gegnum Aðalbjörgu og Söndru, enda vinna þær 3 allar á sama stað. Það var samt ekki fyrr en fyrir rúmu ári síðan að vináttan milli okkar tveggja varð mikil og um leið urðu mennirnir okkar góðir félagar. Við höfum á þessu rúma ári gert ýmislegt skemmtilegt saman, farið í “ævintýraferð” eins og börnin kalla nestisferð eitthvað út í náttúruna, farið…