Brúðkaup

Guðrún Sædal + Magnús Sverrir

Það var í Bláa Lóninu sem þau sáust fyrst.  Hann fór að hringja í hana en hún var “playing hard to get”, en sem betur fer fyrir þau gefst Magnús Sverrir ekki auðveldlega upp. Guðrún varð hans og nú nokkrum árum síðar eiga þau tvær yndislegar litlar stelpur, Kristínu Emblu og Ingu Lind og 2.september sl. játuðust þau hvoru öðru frammi fyrir Guði og mönnum. Kirkjan var troðfull enda eiga þau stóra fjölskyldu og ekki minni vinahóp. Framtíðin er björt og lífið brosir við þeim.

Innilega til hamingju með daginn ykkar elsku Guðrún og Magnús Sverrir og þúsund þakkir fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum með ykkur!

Þau ákváðu að láta mynda sig fyrir athöfn, ég elska “first look” myndir og eins og hér sést voru þau heldur betur heilluð af hvoru öðru

Glæsileg fjölskylda í meira lagi

Gullfallegar Kristín Embla og Inga Lind

Þau stóðu öll og horfðu fram til mín, ég sagði svo “fáum einn koss” og átti þá við brúðhjónin en litlurnar smelltu einum á hvora aðra í leiðinni, algjör krútt

GORDJÖSS!!!

Ánægð  með ráðahaginn

Magnús Sverrir kom frúnni sinni á óvart þegar þau kom út úr kirkjunni og fylgist hér spenntur með viðbrögðum hennar

og viðbrögðin létu ekkert á sér standa!

Fleiri myndir frá deginum þeirra má sjá HÉR

Þetta brúðkaup var ekki alveg með sama sniði og þau sem ég hef áður tekið þátt í ekki það að en ekkert brúðkaup er eins. Prýði – í höndum meistara er nafn á hópi þjónustuiðngreina innan Samtaka iðnaðarins sem gerði samkomulag við þetta unga par að sjá um undirbúning fyrir brúðkaupið. Um er að ræða samstarfsvettvang fimm fagfélaga. Hlutverk Prýði er annars vegar að stýra sameiginlegu markaðsstarfi út á við og hins vegar öflugu fagstarfi og stefnumótun í menntamálum. Þau fagfélög sem standa að baki Prýði eru: Meistarafélag í hárgreiðslu, Ljósmyndarafélag Íslands, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga og Klæðskera- og kjólameistarafélagið.

Athöfnin fór fram á á Ljósanótt í Reykjanesbæ og var gestum hátíðarinnar boðið að fylgjast með hluta af undirbúningi s.s. förðun, hárgreiðslu og ljósmyndun. Prýði og Samtök Iðnaðarins útveguðu brúðhjónunum giftingahringa, brúðarkjól, herrajakkaföt, höfuðskraut, hársnyrtingu, snyrtimeðferð og ljósmyndatöku. Á móti samþykktu brúðhjónin að koma fram í kynningu á Prýði og þeirri fagmennsku sem félagsmenn búa yfir.

Ísland í dag hefur ma. fylgst með undirbúningnum og má sjá myndskeið HÉR og HÉR

Víkurfréttir fjölluðu einnig um undirbúninginn og má sjá greinina HÉR

Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og allir sem komu að því sannkallað fagfólk, það var því mikill heiður að fá að taka þátt í þessu öllu.

One Comment

  • Birna Huld

    frábærar myndir hjá þér, hlakka til að fá eina af henni í kjólnum