Flottir frændur
Þessir flottu frændur voru þeir fyrstu sem heimsóttu mig í stúdíóið á þessu ári og skemmtu sér stórvel í myndaökunni ásamt mér og ömmu þeirra og afa sem komu með þá.
Vinningshafinn í haustleiknum
Kristrún var sú heppna í haustleiknum sem ég efndi til sl. haus og vann sér inn útimyndatöku sem hún nýtti til að fá fallegar myndir af fjölskyldunni sinni. Við hittumst seint í september í frábæru veðri.
Falleg fjölskylda
Ég hitti þessa dásamlegu litlu dömu ásamt foreldrum hennar í dýrðlegu veðri á sunnudegi seint í september á síðasta ári. Við áttum góða stund þar sem var leikið í fallegum haustlitunum.
Glútenfrítt Líf
Við Þórunn Eva sem heldur úti síðunni Glútenfrítt Líf kynntumst fyrir nokkrum árum síðan í gegnum sameiginlega vinkonu. Hún hafði samband við mig sl. haust og vantaði nokkrar myndir af glútenlausu gotteríi því hún gekk um með þá hugmynd í maganum að gefa út matreiðslubók. Þessar myndir átti að nota til að kynna hugmyndina fyrir bókaforlagi. Ég var meira en til í vinna með þær hugmyndir sem hún var með og úr varð að hún mætti með allskyns gúmmelaði og dóterí og útkoman var þessi: Hugmyndin, myndirnar og ekki síst Þórunn Eva sjálf heilluðu útgefandan upp úr skónum og er bókin væntanleg í sölu á næstu vikum. Þórunn Eva er svo…
Lítill sykursnúður
Þessi litli fallegi moli kom til mín í myndatöku síðasta haust nokkurra daga gamall og svo vær og rólegur. Eldri systir hans kom líka til mín þegar hún var lítil ponsa