Flottur fermingardrengur
Þessi flotti drengur fermdist í vor og kom í myndatöku í tilefni þess.
Nýtt útlit loksins!
Eftir hellings pælingar, vinnu og dútl þá er nýja útlitið loksins klárt. Tók ekki nema nokkra mánuði, enda svo sem margt annað sem þvældist fyrir mér í millitíðinni og fullkomnunaráráttan getur líka verið til vandræða. Stefnan er auðvitað tekin á að vera duglegri að pósta hér inn (pff hefur heyrst frá mér áður) en við sjáum hvað setur, næstu vikur og mánuðir verða ansi annasamir og þá er spurning hvort það gefist einhver tími í þetta. Heimasíðan sjálf fékk líka smá andlitslyftingu, nýjar myndir, slóð á verðskrána þaðan og annað smálegt. Það eina sem vantar eiginlega til að ég verði fullkomlega ánægð með þetta er ný mynd af mér með…
Valdemar Tómas
Lítill flottur töffari sem kom með mömmu sinni og pabba nú í sumar. Það var fjörlegt og mikil gleði í myndatökunni
Falleg systkini
Gullfalleg systkini sem komu í myndatöku í vor, algjör draumur að mynda þau.
Aðalbjörg og Rúnar Freyr
Ég er kynntist Aðalbjörgu þegar við fjöskyldan fluttum í Vogana í nýja íbúð og hún í íbúðina við hliðina á okkur með strákinn sinn sem er jafngamall elstu dóttur minni. Fljótlega tókst með okkur vinskapur sem hefur vaxið og dafnað í gegnum síðastliðin 8 ár. Ekki löngu eftir að við fórum að vera vinkonur kynntist hún Rúnari og nú 3 börnum síðar gengu þau í heilagt hjónaband. Það var dásamlegt að eyða deginum með þeim ásamt vinum og fjölskyldu Innilega til hamingju með daginn ykkar elsku vinir