Tulipop
Tulipop er frábær og falleg íslensk hönnun, litagleðin allsráðandi og fjörlegar fígúrur. Signý hönnuður Tulipop fékk mig til að mynda vörunar fyrir bækling, vefsíðu ofl. Ég fékk svo hana Soffíu sem heldur úti blogginu Skreytum hús til liðs við mig, hún sá um uppröðun og stíliseríngu. Við þrjár hittumst heima hjá Soffíu og það var mikið pælt og spekúlerað, raðað og myndað, breytt og myndað aftur osfrv. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég hlakka til að vinna meira með þeim hjá Tulipop í framtíðinni. Ef þig vantar fallega gjöf eða langar til að gleðja börnin þín eða bara fegra heimilið þá mæli ég með Tulipop
Bára Dís
Við fjölskyldan renndum norður á Akureyri í byrjun apríl í fermingu hjá bróðurdóttur mannsins míns og ég myndaði nokkrar myndir úti á fermingardaginn hennar Báru Dísar Örfáum vikum síðar komu þau fjölskyldan svo suður og þá voru teknar nokkrar myndir í stúdíóinu þokkalega eðlileg fjölskylda ;o)
Líla-Líríó
Hún Thelma er algjör snillingur í höndunum og býr til sjúklega falleg hárbönd fyrir litlar prinsessur undir nafninu Hárskraut *Líla-Líríó* og hún kíkti til mín með prinsessuna sína og nokkur hárbönd í farteskinu. Ég var svo ótrúlega heppin að hún skildi þau eftir handa mér til að nota í stúdíóinu á litlar prinsessur sem koma í myndatöku.
Nýtt blogg!
síðan er í vinnslu þessa dagana og vikurnar og því ekki ólíklegt að hún sé stundum óaðgengilega eða jafnvel eitthvað bjöguð. Hlakka til að ¨launcha” nýrri síðu fljótlega…..stay tuned!!
Fermingarskvísa
Flott fermingarstelpa sem kom til mín í vor