Lítill kútur
Yndislegur lítill kútur, 9 daga gamall þegar hann kom í myndatöku ásamt foreldrum sínum Innilega til hamingju með molann ykkar Edda og Arnar!
17/52 Páskar
Einn sæll með páskaeggið sitt á páskadagsmorgun
16/52 Vinkonur og kókoskúlur
Fyrsta daginn í páskafríinu var náttfatapartý og vinkonurnar tvær fengu að gista. Daginn eftir fengu þær svo að gera kókoskúlur sem runnu ljúflega niður.
Flottur pjakkur
Flottur strákur sem kom til mín um daginn ásamt foreldrum sínum. Það varð smá panik þegar uppgötvaðist að taskan með fötunum fyrir myndatökuna hafði orðið eftir heima, ég bauð þeim að koma aftur síðast en foreldrarnir ákváðu að láta slag standa og ég býst ekki við að þau sjái eftir því. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um fallegu börnin en ekki fötin sem þau eru í. Eins og sjá má á myndunum breytti það engu þó ekki væru föt með til skiptanna.
Grétar – Ferming 2011
Grétar fermdist sl. sunnudag og ég fór og hitti hann ásamt fjölskyldu hans heima hjá þeim eftir athöfnina. Við fórum á stað sem þeim er mjög kær, Hamrinn í Hafnarfirði og tókum myndir þar og eins líka á pallinum við húsið þeirra. Við fengum allar útgáfur af veðri, sól, snjókomu, haglél og slyddu en létum það ekkert á okkur fá og útkoman er bara svolítið öðruvísi og skemmtileg. Ég var ekki að hitta þessa fjölskyldu í fyrsta sinn, sl. haust fór ég líka heim til þeirra og myndaði systurdóttur hans Grétars þegar hún var nokkurra daga gömul