Óliver Daði
Ég myndaði þennan pjakk þegar hann var enn í kúlunni og svo aftur nýfæddann. Nú er hann orðinn 7 mánaða og æðislegt að fá að hitta hann aftur og sjá hvað hann hefur stækkað mikið og dafnað vel. Foreldrar hans eru frábærir og alltaf gaman að hitta þau. Vona svo sannarlega að ég fái tækifæri til að mynda þau öll aftur við tækifæri. Pabbinn er körfuboltamaður og er þegar farinn að þjálfa guttann í að dripla Flottastur.is
15/52 Beauty
Er sjálfsagt hlutdræg en mér finnst þessi stelpa vera sú allra fallegasta sem ég hef augum litið. Hér eru hún klár á árshátíð í skólanum sínum.
Friðrik og Ólöf Birna
Hef sagt það áður og segi enn, ég elska þegar ég fæ að hitta og mynda sömu börnin aftur og aftur. Ég myndaði Friðrik fyrst ásamt foreldrum hans á brúðkaupsdaginn þeirra í júní 2007, ég myndaði hann svo aftur ekki svo löngu seinna og núna í þriðja sinn, lítil systir hefur bæst í hópinn síðan sem nú er orðin þriggja ára. Úber sætir og skemmtilegir krakkar sem eru ótrúlega meðfærilegir og gaman að mynda þau….og alltaf gaman að hitta foreldra þeirra.
Elvar Orri
Hann kom nokkrum dögum eftir fermingu, alsæll með daginn sinn og alveg til í að láta mynda sig í bak og fyrir. Litla systir kom með Stóri bróðir mætti líka
Hildur Hrönn
Hún fermdist í gær, 17.apríl þessi líka hressa og glaðlega, flotta og fína stelpa…Til hamingju! Kom í myndatöku nokkrum dðgum fyrir fermingu og hér má sjá sýnishorn af afrakstrinum.