Lítil fegurðardís
Pínu ponsu spons sem kom í myndatöku um daginn.
12/52 Grettufés
Aroni var boðið í afmæli hjá stelpu sem býr á bakvið okkur og hann leikur oft við. Þetta var voða merkilegt fannst honum, fyrsta sinn sem hann fór aleinn í afmæli og hann vildi velja pappírinn, kortið og slaufuna utan um pakkann sjálfur. Þarna var hann kominn út í garð að fara hlaupa yfir og þetta var svipurinn sem ég fékk
Teiknisamkeppni – Dagbjört
*NB. þessi póstur er fastur hér efst, endilega skrollið neðar á síðuna* Dagbjörtin mín er að taka þátt í teiknisamkeppni á vegum fatahönnuðarins Stella McCartney. Hún yrði voða glöð ef þið vilduð gefa hennar mynd atkvæði með því að smella á þennan tengil Það sem þarf að gera er að smella á “I love it” hnappinn. Takk kærlega fyrir þitt framlag! Þetta er flotta myndin sem um ræðir!
Árni Hrannar + Eva Lind – Brúðkaup
Hana hafði alltaf dreymt um að sjá Svanavatnið, alveg frá því hún var lítil og þetta hafði hún nefnt við hann einhvern tímann á þeim tæpu tveimur árum sem þau voru búin að vera saman. Þau voru í heimsókn hjá foreldrum hans í Danmörku þegar hann sagði henni að þau væru á leið til London. Hann hafði planað þetta allt án hennar vitundar og þegar til London var komið rættist draumur hennar. Loksins fékk hún að sjá Svanavatnið, en ekki bara það heldur rættist annar draumur, Árni Hrannar kraup á kné og bað Evu Lind að vera sína að eilífu. Þau kynntust upphaflega á sameiginlegum vinnustað þeirra og nú nokkrum árum…
Flottir frændur
Þeir komu í heimsókn í febrúar í tilefni þess að amma þeirra átti stórafmæli og hún var svo heppinn að fá flottar myndir flottum strákum í afmælisgjöf.