9/52 Fjör í sólinni
Þessi er tekin í æðislegum skemmtigarði á Florida sem heitir Busch Gardens, sá allra flottast sem ég hef séð. Mæli með að þeir sem fara til Florida fari þangað.
8/52 Worlds most famous beach
Það stóð amk. á skiltinu við ströndina. Þessi mynd er tekin við sólsetur á Daytona Beach, án efa fallegasta strönd sem ég hef séð, alveg tær sjór og hvítur sandur svo langt sem augað eygði. Sandurinn var svo fínn að hann líktist nánast ryki og Aron sagði mér það að þetta væri ekkert sandur heldur “tásuhveiti”.
7/52 pollafjör
Fórum í gönguferð í blíðunni sl. miðvikudag og á heimleiðinni var sullað í pollum
6/52 Sæla á sunnudegi
Ég var í stúdíóinu á sunnudegi að gera lita og lýsingar prufur fyrir komandi verkefni þegar Aron kom inn eftir að hafa verið út að leika, útitekinn og sæll, ég stóðst ekki freistinguna og smellti af honum einni mynd.
Sölvi Snær
Yndislegur lítill gullmoli hér á ferð, ég myndaði hann í nóvember þegar hann var þriggja vikna gamall. Mér finnst alltaf einstakt að mynda nýfædd börn en það er eitthvað extra við það að mynda nýfædd börn sem maður þekkir til. Þessi litil prins er litli bróðir einnar bestu vinkonu Dagbjartar dóttur minnar og hún hefur verið oft og mikið hjá okkur. Ég mun því geta fylgst með honum vaxa og dafna og á án efa eftir að smella myndum af honum aftur síðar. Elsku vinir, innilega til hamingju með fallega gullmolann ykkar. Ætlaði auðvitað að vera löngu búin að setja inn myndir en eins og þið vitið þá hefur ég…