• Börn,  Fjölskylda,  Útimyndir

    Falleg fjölskyda

    Þau komu í fyrsta skipti til mín fyrir síðustu jól og það var ótrúlega gaman að fá að hitta þau aftur og sjá hvað börnin höfðu stækkað og þroskast mikið, sérstaklega sú stutta. Við hittumst úti á fallegum laugardegi í byrjun október og nutum þess að vera úti í fallegri náttúrunni. Eftir að hafa myndað fjölskylduna saman bættust nokkur frændsystkini í hópinn til þess að fá hópmynd handa ömmunni en auðvitað tók ég nokkrar fleiri myndir af frændsystkinunum í leiðinni

  • Börn,  Fjölskylda,  Útimyndir

    Yndislegar systur

    Það er alltaf jafn gaman að hitta þessar yndislegu systur og mömmu þeirra. Ég hef verið svo heppin að fá að mynda þær nokkrum sinnum áður. Í þetta skiptið hittumst við utandyra á dásamlega fallegum laugardegi í byrjun október. Við skemmtum okkur frábærlega vel eins og alltaf þegar við hittumst og það var mikið hlegið.  

  • Ýmislegt

    BLACK FRIDAY & CYBER MONDAY

    Í tilefni að því að nú stendur yfir stærsta versluanarhelgi ársins í Ameríkunni sem hófst í dag með Black Friday og stendur fram að miðnætti á Cyber Monday þá ákvað ég að slá til og bjóða dúndurverð á myndatöku. Um er að ræða gjafabréf sem felur í sér: 20 mínútna myndatöku Vefgallerý með 10-20 myndum til að velja úr 5 myndir innifaldar í fullri upplausn afhendast í Dropbox Hámark 3 börn (ath ekki hægt að nýta þetta í ungbarna myndatöku) Tilboðið gildir til miðnættis á mánudag. Myndatakan þarf að fara fram á bilinu 10.janúar til 28.febrúar 2016. Þeir sem vilja tryggja sér þetta frábæra tilboð hafa samband með því að senda…