• Nýfædd

    Lítill moli

    Hann er sonur góðra vina okkar og kom í heiminn fyrir fjórum vikum, hann er bróðir þessara tveggja gutta og er alveg yndislegur. Hann ætlaði sér svo sannarlega ekki að sofna en það kom að því að hann gaf sig, hann var þó ekki á því að láta brölta neitt með sig í myndatökunni. En þrátt fyrir það náðust fullt af sætum myndum. Enn og aftur innilega til hamingju með molann ykkar elsku Svana og Davíð. glotti meira segja bara yfir þessu öllu saman

  • Nýfædd

    Lítið gull

    Það var á sunnudegi i maí sem ég renndi yfir Facebook-ið mitt svona eins og gengur og gerist og sá þá að einn af mínum vinum hafði deilt “status”. Sá “status”var hróp á hjálp, hjálp til allra sem gátu veitt einhverjar upplýsingar og verið vakandi fyrir tölvubúnaði og myndavél sem hafði verið stolið frá ungu pari. Tölvurnar og myndavélin voru svo sem ekki það versta heldur það sem það hafði að geyma. 10 dögum áður en einhver óprúttinn braut sér leið inn á heimili þeirra og fór þar í gegnum dótið þeirra og hafði burt með sér áður nefnda hluti hafði nefnileg mesti gleðidagur þess unga pars runnið upp, þau…