• Brúðkaup

    Árni Hrannar + Eva Lind – Brúðkaup

    Hana hafði alltaf dreymt um að sjá Svanavatnið, alveg frá því hún var lítil og þetta hafði hún nefnt við hann einhvern tímann á þeim tæpu tveimur árum sem þau voru búin að vera saman. Þau voru í heimsókn hjá foreldrum hans í Danmörku þegar hann sagði henni að þau væru á leið til London. Hann hafði planað þetta allt án hennar vitundar og þegar til London var komið rættist draumur hennar. Loksins fékk hún að sjá Svanavatnið, en ekki bara það heldur rættist annar draumur, Árni Hrannar kraup á kné og bað Evu Lind að vera sína að eilífu. Þau kynntust upphaflega á sameiginlegum vinnustað þeirra og nú nokkrum árum…

  • Brúðkaup

    Marín + Valdi

    Það var einn fallegan dag í nú í nóvember sem Marín Ásta og Valdimar Kristinn játuðust hvort öðru í fallegri og skemmtilegri athöfn í Bústaðarkirkju. Tár féllu og hlátrasköll og klapp ómuðu um alla kirkju, og hamingjan sem geislaði af hjónunum ungu fór ekki fram hjá neinum.  Eftir athöfnina tókum við nokkrar myndir áður en haldið var í dýrindis veislu með hnallþórum og tilheyrandi. Elsku Marín og Valdi innilega til hamingju með daginn ykkar og takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum með ykkur Anna Kristín kom með, mér til halds og trausts og það  er alveg best að hafa einhvern með sér til að halda utan…

  • Brúðkaup

    Vala + Valgeir

    Myndaði þessi fallegu brúðhjón í dásamlegu veðri 1. maí sl. Við hittumst fyrir athöfnina til að mynda og var þetta í fyrsta skipti sem ég prófaði það. Það gaf okkur rýmri tíma og minna stress. Eftir myndatökuna var svo haldið í Fríkirkjuna þar sem athöfnin fór fram og á eftir í dýrindis veislu. Frábær dagur í alla staði, innilega til hamingju kæru hjón og takk kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessu öllu. Þetta var líka í fyrsta skipti sem betri helmingurinn minn flaut með sem aðstoðarmaður og hef ég fulla trú á að þetta sé eingöngu upphafið af frábæru samstarfi í myndatökum. Hann mun að minnsta kosti…