Grétar – Ferming 2011
Grétar fermdist sl. sunnudag og ég fór og hitti hann ásamt fjölskyldu hans heima hjá þeim eftir athöfnina. Við fórum á stað sem þeim er mjög kær, Hamrinn í Hafnarfirði og tókum myndir þar og eins líka á pallinum við húsið þeirra. Við fengum allar útgáfur af veðri, sól, snjókomu, haglél og slyddu en létum það ekkert á okkur fá og útkoman er bara svolítið öðruvísi og skemmtileg. Ég var ekki að hitta þessa fjölskyldu í fyrsta sinn, sl. haust fór ég líka heim til þeirra og myndaði systurdóttur hans Grétars þegar hún var nokkurra daga gömul
Elvar Orri
Hann kom nokkrum dögum eftir fermingu, alsæll með daginn sinn og alveg til í að láta mynda sig í bak og fyrir. Litla systir kom með Stóri bróðir mætti líka
Hildur Hrönn
Hún fermdist í gær, 17.apríl þessi líka hressa og glaðlega, flotta og fína stelpa…Til hamingju! Kom í myndatöku nokkrum dðgum fyrir fermingu og hér má sjá sýnishorn af afrakstrinum.
Halldór & Siddý
Frábærir tvíburar sem fermdust síðastliðinn sunnudag, til hamingju! Þau komu nokkrum dögum fyrir fermingu og það var heldur betur stuð á þeim og mikið hlegið. Alveg magnað að sjá hversu náin þau eru og virkilega góðir vinir.
Benedikt Berg
Renndum í Grundarfjörð um daginn því bróðir hans Diddó (betri helmingurinn minn) var að ferma son sinn. Eftir ferminguna sjálfa fórum við á smá rúnt og fundum yfirgefið hús þar sem við smelltum af nokkrum myndum.