Út fyrir komfort zónið
Nokkrum dögum fyrir sveinspróf hafði Sólrún María samband við mig og bað mig að taka nokkrar myndir af sér, hana langaði í nokkrar myndir fyrir portfolio og reyna janfnvel fyrir sér við fyrirsætu störf. Ég var meira en til en þetta þýddi aðeins eitt, ég þurfti að stíga út úr mínu eigin “komfort zóni” sem er án efa bumburnar, krílin, börnin og brúðkaupin. En símtalið frá henni kom á mátulegum tíma því einmitt í sveinsprófinu þurfti ég einmitt að taka tískumyndir og þetta var tilvalið tækfifæri til að afa mig. Við hittumst seint á sunnudegi í fallegu veðri í Flekkuvík og hér fylgja nokkrar myndir sem sýna afraksturinn Þetta var…
Sveinsprófi lokið
……. sem betur fer, þvílíka stressið og álagið sem fylgdi þessu, hefði aldrei trúað því. En mikið er nú ljúft að þetta skuli vera búið og svo bíður maður nú bara spenntur að heyra hver niðurstaðan verður en það eru nokkrar vikur í einkunn. Eitt af verkefnum prófsins var að taka tískumyndir og ég fékk stelpu héðan úr Vogunum til að vera módel fyrir mig, hún stóð sig eins og hetja þrátt fyrir kulda og mikið rok, og eins og sjá má myndunum er hún klárlega fædd í þetta stelpan. Smá sýnishorn handa þér Fanney, takk kærlega fyrir hálpina! Gordjöss…..hvað annað er hægt að segja?
Game On…
Í gærmorgun hófst sveinspróf sem stendur í viku, ég mun einbeita mér algjörlega að verkefnunum sem því fylgja og má því búast við töf á afhendingu pantana og svari tölvupósta. Ég mun halda áfram að sinna öllum verkefnum um leið og prófi lýkur mánudaginn 11.október n.k. Meðfylgjandi er ein mynd úr töku frá því um daginn Vona að allir hafi skilning á þessu ….takk takk -Íris
Símavandræði !!
Vil rétt vekja athygli á því að það var að koma í ljós að þeir sem eru hjá Nova virðast alltaf fá “utan þjónustusvæðis konuna” þegar þeir reyna að hringja í mig og mér berast heldur ekki sms frá Nova númerum, og þetta hefur verið svona síðan ég skipti úr Nova í Símann í sumar. Vona að það sé ekki einhver þarna úti sem heldur að ég sinni hvorki símtölum né skilaboðum. Það er verið að vinna í málinu og verður komið í lag vonandi í næstu viku…en ef einhver þarna úti hefur verið að reyna að ná í mig endilega sendu mér tölvupóst. Biðst afsökunar á þessu fyrir hönd…
Fyrsti skóladagurinn
Ég skil ekki hvernig það getur verið að “litla” stelpan mín sé byrjuð í skóla. Það er eins og það hafi verið í síðustu viku sem Stine af neðstu hæðinni keyrði okkur á sjúkrahúsið í Roskilde því ég var komin með verki. Tveimur dögum síðar þegar við komum heim í íbúðina okkar í Køge vorum við ekki lengur tvö heldur þrjú, nýr kafli var hafinn, við sem fjölskylda. Núna eru liðin rúm sex ár síðan og hvert tíminn hefur flogið er hreint óskiljanlegt og sl. miðvikudag mætti “litla” stelpan mín í skólann í fyrsta sinn, og þar með hófst enn einn nýr kafli í lífi okkar. Hér erum við mæðgur…