Glútenfrítt Líf
Við Þórunn Eva sem heldur úti síðunni Glútenfrítt Líf kynntumst fyrir nokkrum árum síðan í gegnum sameiginlega vinkonu. Hún hafði samband við mig sl. haust og vantaði nokkrar myndir af glútenlausu gotteríi því hún gekk um með þá hugmynd í maganum að gefa út matreiðslubók. Þessar myndir átti að nota til að kynna hugmyndina fyrir bókaforlagi. Ég var meira en til í vinna með þær hugmyndir sem hún var með og úr varð að hún mætti með allskyns gúmmelaði og dóterí og útkoman var þessi: Hugmyndin, myndirnar og ekki síst Þórunn Eva sjálf heilluðu útgefandan upp úr skónum og er bókin væntanleg í sölu á næstu vikum. Þórunn Eva er svo…
Haustmyndataka fyrir einn heppinn!
Follow my blog with Bloglovin ATH. ÞESSI PÓSTUR ER FESTUR EFST Á SÍÐUNA….NÝRRI PÓSTAR KOMA HÉR FYRIR NEÐAN! Þessa dagana skartar haustið sínu fegursta með alla sína mögnuðu litadýrð og fátt skemmtilegra en að mynda fjölskylduna saman úti svona þegar veður leyfir allavega. Ég ætla að gefa einum heppnum haustmyndatöku að andvirði 35.000.- og allt sem þú þarft að gera er að líka við Facebook síðuna, skilja eftir komment hér fyrir neðan og segja mér hversu mörg þið eruð í fjölskyldunni og með því að svara einni spurningu eykur þú líkur þínar á vinningi. Endilega taktu þátt, dregið verður 2.október! a Rafflecopter giveaway
Viðburðaríkt ár
Árið 2014 hefur verið viðburðaríkt í lífi okkar fjölskyldunnar, við festum kaup á nýju fokheldu húsi um áramótin og við tók þrotlaus vinna við að koma því í stand, að vísu stóð maðurinn minn nánast í því einn en ég reyndi þó að hjálpa til eins og ég gat. En á meðan hann eyddi öllum stundum fyrir utan vinnutíma og blánóttinni í nýja húsinu okkar mæddi auðvitað meira á mér heimafyrir, ég sá nánast alfarið um börnin og heimilið. Ekki nóg með það þá tók ég að mér kennslu, ég leysti af myndmenntakennarann í skólanum okkar í 3 mánuði, eða fram að páskum. Strax eftir páska hófst svo vinna við…
Jólakort 2013
Hér er sýnishorn af jólakortunum sem í boði eru þetta árið
Jólatilboð 2013
Jólatilboðin í ár eru á þessa leið: Öllum barnamyndtökum (verð 35.000.-) í nóvember og desember fylgja 20 jólakort ásamt umslögum og þeir sem eru tímanlega að panta tíma og ganga frá greiðslu staðfestingargjalds fyrir 1.desember fá strigamynd í str. 30 x 40 cm í kaupbæti! Það er ekki eftir neinu að bíða, bara bóka strax!