• Ýmislegt

    Áramótaheitin

    Ég strengdi áramótaheit, eða öllu heldur setti mér markmið fyrir árið 2013, ég settist niður seint eina nóttina milli jóla og nýárs með penna og bók og skrifaði þau öll niður. Þar kenndi ýmissa grasa, þetta klassíska með að bæta sig sem manneskja, setja heilsu og hollustu í forgang og þar fram eftir götunum. Ég setti mér líka það markmið að vera duglegri að mynda börnin mín, ég tek fullt af myndum af þeim það er ekki það en mig langar að taka meira af myndum af þeim í daglegu amstri heldur en í stúdíóinu. Ég ákvað því að taka mynd á dag amk. í janúar. Ég er búin að…

  • Ýmislegt

    Snjókorn falla…..nokkur ráð um myndatökur í snjó

    Ef þú býrð á höfðuborgarsvæðinu hefur snjórinn sem fallið hefur í dag sennilega ekki framhjá þér farið. Ég veit ekki með börnin ykkar en mín urðu himinlifandi þegar þau sáu snjóinn og ruku út að leika um hádegið. Að sjálfsögðu tók ég upp myndavélina og smellti af nokkrum myndum. Fallegu stelpurnar mínar og sú yngri að sjá snjóinn í fyrsta sinn Á Facebook fóru að birtast myndir af snjónum áður en langt leið á daginn, snjórinn á flestum þeirra var þó ekki fallega hvítur eins og sá sem ég horði á útum gluggann, heldur grár eða blár og þetta fallega veður naut sín því miður ekki á mörgum þeirra mynda…

  • Ýmislegt

    Jólakort 2012

    Hér má sjá sýnishorn af nýjum jólakortum sem í boði eru. Stærðirnar eru 10×15 cm, 15×15 cm og 15×21 cm Það er að sjálfsögu hægt að breyta textanum að vild. Ég biðst afsöknar á einhæfninni í myndavalinu, þessi var einfaldlega við hendina þegar ég var að dútla við kortin:)

  • Ýmislegt

    Fæðingardeild HSS

    Þær eru yndislegar allar, allar með tölu, ljósmæðurnar á Ljósmæðravaktinni í Keflavík. Þær hafa allar á einhvern hátt komið að síðustu tveimur meðgöngunum mínum og fæðingum á einn eða annan hátt, mismikið þó. Þær eiga allar hrós skilið fyrir að vera þær sem þær eru, gefa endalaust af sér og vera alltaf til staðar fyrir verðandi mæður og nýbakaðar, hvenær sem er sólarhringsins, alla daga, alltaf! Þær heimsóttu mig í stúdíóið fyrr á árinu og fengu nokkrar myndir af sér og í framhaldinu tók ég nokkrar myndir af fæðingardeildinni og útbjó þetta kynningar myndband fyrir Ljósmæðravaktina í Keflavík

  • Ýmislegt

    Kæra móðir – fullbókað!

    Viðbrögðin sem ég hef fengið síðan ég póstaði þessum pistli um daginn eru hreint ótrúleg, alveg ljóst að það eru miklu fleiri mömmur sem hafa hugsað eins og ég þegar kemur að því að vera á mynd með börnunum sínum. Mér finnst ákaflega mikilvægt að allar mömmur eigi fallega mynd af sér með börnunum sínum, svo ég tali nú ekki um miklvægi þess að börnin þeirra eignist þá mynd þegar þau verða eldri og mamma jafnvel ekki lengur til staðar. Þess vegna langar mig að bjóða þér kæra móðir að koma til mín með börnin þín og fá fallega mynd af ykkur saman. Þetta virkar þannig, þú mætir með börnin…