• Ýmislegt

    Vilt þú eiga kost á að vinna myndatöku?

    Ég ætla að gefa eina barnamyndatöku ásamt 6 mynda albúmi. Um er að ræða klukkustundarlanga myndatöku fyrir allt að 3 börn og hægt að mynda mömmu og pabba með. Ath gildir ekki um ungbarnamyndatökur. Það sem þú þarft að gera til að vera með: *gerðu “like” við myndina hér að ofan á Facebook hafir þú ekki þegar gert það *skrifaðu “comment” við þennan póst og segðu frá því hvernig þú myndir vilja hafa þína myndatöku *þú mátt líka alveg deila þessu á Facebook, en það er ekkert skilyrði:o) Opið er fyrir skráningu frá og með núna til kl. 23.59 laugardaginn 15. september. Vinningshafinn verður tilkynntur sunnudaginn 16.september. Ath dregið verður…

  • Börn

    Flottir krakkar

    Þau kom til mín fyrr á árinu, stelpurófan var nú ekkert sérstaklega á því að láta taka af sér myndir hún vildi miklu frekar leika sér einhversstaðar annarsstaðar, en með smá tiltali og húllumhæi lukkaðist þetta allt saman.

  • Nýfædd

    Lítill moli

    Hann er sonur góðra vina okkar og kom í heiminn fyrir fjórum vikum, hann er bróðir þessara tveggja gutta og er alveg yndislegur. Hann ætlaði sér svo sannarlega ekki að sofna en það kom að því að hann gaf sig, hann var þó ekki á því að láta brölta neitt með sig í myndatökunni. En þrátt fyrir það náðust fullt af sætum myndum. Enn og aftur innilega til hamingju með molann ykkar elsku Svana og Davíð. glotti meira segja bara yfir þessu öllu saman