Vinavika – Hanna vinkona
Við Hanna kynntumst í leikskóla, lékum okkur saman þar og vorum í pössun á sama stað fyrir hádegi áður en við fórum í leikskólann (þá voru börn annaðhvort fyrir eða eftir hádegi í leikskóla en ekki allan daginn eins og núna). Ég á enn ýmsar góðar minningar frá þessum tíma þegar við vorum 4-5 ára og við höfum verið vinkonur síðan. Við vorum saman í 1. bekk og eitthvað uppúr, en Hanna flutti út á land með foreldrum sínum í nokkur ár, við heimsóttum hvora aðra af og til og svo loksins kom hún aftur í Hafnarfjörðinn og aftur í skólann okkar. Sumarið eftir fermingu fórum við tvær saman til…
Vinavika – besti vinurinn
Hann hefur verið besti vinur minn í 16 ár og ekki nóg með það þá er hann líka maðurinn minn(ókei unnustinn minn, við erum víst ekki enn gift). Við kynntumst á 16 ára afmælisdaginn minn og fórum að vera saman nokkrum dögum síðar og höfum verið saman síðan þá. Í febrúar sl. voru liðin 16 ár frá því við byrjuðum saman og það þýðir að ég hef átt helminginn af ævi minni með honum. Hann hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt, stutt mig og hvatt mig áfram. Ég er honum óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman og veit það fyrir víst að…
10/52 Celebration
Dagbjört á Celebration golf vellinum sem er eins flottur og þeir gerast held ég
Vinavika – Besta vinkonan
Það er vinavika í skólanum hjá dóttur minni og það fékk mig til að hugsa um hversu góða vini ég á. Næsta vika mun vera vinavika hér á blogginu og póstar því á persónlegum nótum. Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hver þú værir eða hvar þú værir í lífinu án vina þinna? Ég veit fyrir víst að ég væri ekki sú sem ég er eða á þeim stað í lífinu sem ég er án minna vina. María besta besta vinkona mín fær heiðurinn af fyrsta póstinum enda á hún afmæli í dag (til hamingju með daginn þinn). Hún hefur verið besta vinkona mín frá því í 1.bekk og við…
“Öppdeit”
Ég er hér enn og ekkert hætt að blogga, lífið hefur bara verið “crazy” síðasta mánuðinn eða svo, en á góðan hátt. Fyrstu vikurnar í febrúar voru það tvö stór verkefni sem tóku allan minn tíma, skólakrakkar og starfsfólk Vodafone í hundruðavís, en meira af því síðar. Við fjölskyldan fórum svo erlendis í frí og erum nýkomin heim, meira af því síðar líka. Þannig það er af nógu að taka til að skrifa um og pósta, ég er orðin langt á eftir í “mín á miðvikudegi” búin að taka myndirnar en á bara eftir að koma þeim inn. Það á líka enn eftir að setja inn nokkrar tökur frá því…