Falleg fjölskyda
Þau komu í fyrsta skipti til mín fyrir síðustu jól og það var ótrúlega gaman að fá að hitta þau aftur og sjá hvað börnin höfðu stækkað og þroskast mikið, sérstaklega sú stutta. Við hittumst úti á fallegum laugardegi í byrjun október og nutum þess að vera úti í fallegri náttúrunni. Eftir að hafa myndað fjölskylduna saman bættust nokkur frændsystkini í hópinn til þess að fá hópmynd handa ömmunni en auðvitað tók ég nokkrar fleiri myndir af frændsystkinunum í leiðinni
Yndislegar systur
Það er alltaf jafn gaman að hitta þessar yndislegu systur og mömmu þeirra. Ég hef verið svo heppin að fá að mynda þær nokkrum sinnum áður. Í þetta skiptið hittumst við utandyra á dásamlega fallegum laugardegi í byrjun október. Við skemmtum okkur frábærlega vel eins og alltaf þegar við hittumst og það var mikið hlegið.
Engill fermingardrengur
Á fallegum laugardegi í mars fermdist Engill og við hittumst í fallegum skógi sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldu hans og tókum nokkrar myndir í dásamlegu vetrarveðri. Nokkrum vikum síðar kíkti hann svo til mín í stúdíóið í nokkrar myndir líka
Vinningshafinn í haustleiknum
Kristrún var sú heppna í haustleiknum sem ég efndi til sl. haus og vann sér inn útimyndatöku sem hún nýtti til að fá fallegar myndir af fjölskyldunni sinni. Við hittumst seint í september í frábæru veðri.
Falleg fjölskylda
Ég hitti þessa dásamlegu litlu dömu ásamt foreldrum hennar í dýrðlegu veðri á sunnudegi seint í september á síðasta ári. Við áttum góða stund þar sem var leikið í fallegum haustlitunum.