• Brúðkaup

    Daníel & Brynja

    Brúðkaup eru alltaf dásamleg, en eru enn betri þegar það eru vinir sem eiga í hlut. Í dag var það gamall menntaskólavinur sem sagði já við sína heittelskuðu. Frábær stund og gaman að fá að taka þátt í henni. -Til hamingju Danni & Brynja-

  • Brúðkaup

    Hannes + Þóra

    Til hamingju  með daginn ykkar á laugardaginn!! Hann var yndislegur og frábært að fá að taka þátt í honum með ykkur. Sl. laugardag myndaði ég þetta gullfallega og geislandi par þegar þau gengu í hjónaband í Garðakirkju. Þegar ég hitti þau nokkrum dögum fyrir brúðkaupið til að ræða ýmis smáatriði datt mér í hug að fara með þau á Reykjavíkurflugvöll og mynda þar því þau eru bæði flugmenn og kynntust í gegnum flugið. Þetta leist þeim vel á og ég gat varla beðið því ég hlakkaði svo til, finnst alltaf frábært að fá að gera eitthvað nýtt og spennandi með brúðhjónum. Útkoman er auðvitað stórskemmtileg og ég veit varla hvar…

  • Brúðkaup

    Halldór + Sigríður

    … gengu í hjónaband í Borgarnesi sl. laugardag og myndatakan fór fram í Skallagrímsgarði þar í bæ. Alveg ótrúlega fallegur garður og nýgiftu hjónin einstaklega afslöppuð og eins og myndirnar sýna þá var mikið hlegið. Er með alveg helling af frábærum myndum og erfitt að velja úr, en hér eru nokkur sýnishorn fyrir ykkur Sigga og Dóri. Innilega til hamingju með daginn enn og aftur og vonandi er lífið ljúft í útlandinu.

  • Brúðkaup

    26.07.08

    Þessi myndarlegu hjón gengu í hjónaband í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sl. laugardag og ég var svo heppin að fá að mynda þau. Við völdum heldur óvenjulegan stað fyrir myndatökuna, eyðibýli á Vatnsleysuströndinni. Aðstæður voru dálítið erfiðar því það var alveg hífandi rok og húsið gluggalaust og því lítið skjól þar inni. En brúðhjónin svo afslöppuð og bara svöl á allan hátt að það skipti nú litlu máli, fékk líka að nota bílstjórann þeirra til að halda ljósinu fyrir mig svo allt fyki ekki út í veður og vind. Hér eru nokkur sýnishorn fyrir ykkur Hildur og Unnar, til hamingju með daginn enn og aftur og vonandi nutuð þið brúðkaupsferðarinnar. Verð…

  • Brúðkaup

    06.07.08

    Sunnudaginn síðastliðinn myndaði ég yndislegt brúðkaup í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, gestirnir voru eingögnu þeir sem standa brúðhjónunum allra næst. Þetta var látlaust og heimilislegt, tónlistin falleg og stelpan þeirra átti 4 ára afmæli þennan dag og afmælissöngurinn var sunginn fyrir hana. Þetta var frábært og fallegt í alla staði og þess má geta að ég grét manna mest í kirkjunni…. enda ekki á hverjum degi sem nánustu vinir manns gifta sig. María hefur verið vinkona mín síðan í 6 ára bekk, bjó í næstu götu og við mig og við höfum alla tíð síðan verið mjög nánar, hún tók meira að segja á móti stráknum mínum þegar hann fæddist í janúar…