• Ýmislegt

    “Öppdeit”

    Ég er hér enn og ekkert hætt að blogga, lífið hefur bara verið “crazy” síðasta mánuðinn eða svo, en á góðan hátt. Fyrstu vikurnar í febrúar voru það tvö stór verkefni sem tóku allan minn tíma, skólakrakkar og starfsfólk Vodafone í hundruðavís, en meira af því síðar. Við fjölskyldan fórum svo erlendis í frí og erum nýkomin heim, meira af því síðar líka. Þannig það er af nógu að taka til að skrifa um og pósta, ég er orðin langt á eftir í “mín á miðvikudegi” búin að taka myndirnar en á bara eftir að koma þeim inn. Það á líka enn eftir að setja inn nokkrar tökur frá því…

  • Ýmislegt

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir frábærar móttökur á því liðna

    Er svona rétt að detta í vinnugírinn eftir hátíðarnar, það var ansi ströng törn í nóvember og desember svo hvíldin yfir hátíðarnar var kærkomin. Ég er alls ekkert búin að gefast upp á blogginu, hafði bara engan veginn við í desember.  Það bíða enn nokkrir eftir myndum sem teknar voru fyrir jól (fengu auðvitað jólakort og það sem þurfti í jólagjafir) og er stefnan að hafa þær allar klárar í næstu viku…þannig að biðin styttist. Eftir að það allt er klárt er hægt að fara að leggja línurnar fyrir komandi ár, skipuleggja, setja sér markmið, uppfæra heimasíðuna og blogga alveg heilan helling af sýnishornum úr myndatökum frá því í desember.…

  • Ýmislegt

    Gleðileg jól

    Síðastliðnar vikur hef ég myndað fullt af fallegum börnum, flottu fólki og skemmtilegu, fyndnu og frábæru á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Þetta er búin að vera smá törn, en ótrúlega skemmtilegur tími og mig langar að þakka öllum sem komið hafa til mín á árinu og leyft mér að gægjast inn í líf þeirra. Jafnframt vil ég þakka fyrir frábærar viðtökur á nýja stúdíóinu mínu, langt fram úr öllum vonum og væntinum. Takk takk þið eruð best. Ég og mínir viljum óska ykkur gleði og friðar á jólum og farsæld á nýju ári Jólakveðjur Íris

  • Ýmislegt

    Fanney Hlín

    Eitt af verkefnunum í sveinsprófinu var að taka tískumyndir og ég vissi strax hverja ég vildi fá í þetta með mér, stórglæsilega unga stelpu, hana Fanneyju Hlín, ég kannaðist svona aðeins við hana því litla systir hennar er mikið hjá okkur enda ein af bestu vinkonum dóttur minnar. Ég hafði samband við Kötlu í Volcano og það var minnsta mál að fá lánuð föt í þetta verkefni og nokkrum dögum fyrir áæltaðan tökudag fórum við Fanney, ásamt mömmu hennar í búðina að velja föt, það var nú ekkert auðvelt því þarna var hellingur af flottum fötum og allt fór vel á henni. Sallý á Kallistó sá um hárið og Rósa…

  • Ýmislegt

    Sveinsbréfið

    Loksins loksins…eftir nokkurra ára vinnu og bið, fékk ég sveinsbréfið í hendur. Það var afhent á aðalfundi Ljósmyndarafélags Íslands í sl. viku, það fylgdi meira að segja þessi fíni blómvöndur. Þrátt fyrir að það ætli allt um koll að keyra í samfélagi áhugaljósmyndara um þessar mundir vegna nýfallins dóms í hérðasdómi og uppi séu nú háværar raddir um að afnema ætti iðnlöggjöfina á ljósmyndun, þá tók ég samt stollt við sveinsbréfinu mínu. Einhverjum kann að þykja þetta tilgangslaust pappírs snifsi, en fyrir mér er þetta sönnun þess að ég hafði fyrir því að afla mér menntunar í faginu. Ég vann myrkranna á milli oft á tíðum og fórnaði tíma með…