• Ýmislegt

    Á allra vörum

    Söfnunin Á allra vörum hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum og ég ákvað að láta mitt ekki eftir liggja. Myndir af börnunum okkar eru ómetanlegar og ég ætla að gefa þessum uþb. 50 börnum myndatöku og myndir að andvirði 2.250.000.- .  Með þessu vil ég sjá til þess að fjölskyldur þessara barna eigi fallegar myndir sem varðveita minningar þeirra um ókomna tíð. Keran litli er eitt þessara barna og ég myndaði hann fyrir nokkrum árum síðan þegar hann var einungis nokkurra daga gamall.

  • Ýmislegt

    Vilt þú eiga kost á að vinna myndatöku?

    Ég ætla að gefa eina barnamyndatöku ásamt 6 mynda albúmi. Um er að ræða klukkustundarlanga myndatöku fyrir allt að 3 börn og hægt að mynda mömmu og pabba með. Ath gildir ekki um ungbarnamyndatökur. Það sem þú þarft að gera til að vera með: *gerðu “like” við myndina hér að ofan á Facebook hafir þú ekki þegar gert það *skrifaðu “comment” við þennan póst og segðu frá því hvernig þú myndir vilja hafa þína myndatöku *þú mátt líka alveg deila þessu á Facebook, en það er ekkert skilyrði:o) Opið er fyrir skráningu frá og með núna til kl. 23.59 laugardaginn 15. september. Vinningshafinn verður tilkynntur sunnudaginn 16.september. Ath dregið verður…

  • Ýmislegt

    Sýnishorn 2011

    Loksins gafst tími til að koma inn restinni af sýnishornum úr jólamyndatökunum, þó fyrr hefði verið, vona að ég hafi ekki gleymt neinum.  Það var auðvitað annríki í jólaösinn sem olli því að þetta var ekki gert jafn óðum og svo var það þessi skotta sem tafði þetta enn frekar;0) En nú er ekki annað að gera en að koma inn sýnishornum af verkefnum þessa árs í einum grænum helst og reyna svo að gera þetta jafn óðum…(hóst hóst)…..það má amk. setja sér markmið ;0)

  • Nýfædd,  Ýmislegt

    Litla múslan mín

    Fyrir viku síðan bættist þessi yndislega litla prinsessa í fjölskylduna okkar. Ég ætla að taka því rólega næstu vikur og njóta hverrar mínútu með henni og restinni af fjölskyldunni. Ég mun byrja að mynda eitthvað í apríl  svo það er alveg óhætt að hafa samband við mig ef þú ert á höttunum eftir myndatöku. Ég mun þó takmarka þau verkefni sem ég tek að mér á næstu vikum og mánuðum og því er rétt að panta tímanlega, en ég bið ykkur þó að sýna smá þolinmæði ef það berst ekki svar við fyrirspurnum alveg strax, ég reyni að svara eins fljótt og ég get. Hér er hún 2 daga gömul