• Brúðkaup

    Guðrún Sædal + Magnús Sverrir

    Það var í Bláa Lóninu sem þau sáust fyrst.  Hann fór að hringja í hana en hún var “playing hard to get”, en sem betur fer fyrir þau gefst Magnús Sverrir ekki auðveldlega upp. Guðrún varð hans og nú nokkrum árum síðar eiga þau tvær yndislegar litlar stelpur, Kristínu Emblu og Ingu Lind og 2.september sl. játuðust þau hvoru öðru frammi fyrir Guði og mönnum. Kirkjan var troðfull enda eiga þau stóra fjölskyldu og ekki minni vinahóp. Framtíðin er björt og lífið brosir við þeim. Innilega til hamingju með daginn ykkar elsku Guðrún og Magnús Sverrir og þúsund þakkir fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum með ykkur!…

  • Ýmislegt

    Bráðið hjarta

    Þeir bræddu mig um leið og ég sá þá fyrst, aðeins nokkurra daga gamlir. Þeir eru þrír, gullfallegir, svartir og brúnir, með stór geislandi augu, sperrt eyru og snögghærðir. Þeir komu til mín í myndatöku um daginn orðnir nokkurra vikna og ég get svarið það að það var ekki auðvelt að kveðja þá, ég hefði viljað eiga þá alla með tölu. Þessir þrír glæsilegu hvolpar eru  Miniature Pinscher,  fæddir 15. júlí, 1 tík og 1 rakki eftir, tilbúnir til afhendingar í lok september. Undan verðlauna foreldrum, Mía og Mikki (Tító) Ef þú hefur áhuga á að næla þér í einn hafðu þá samband við Unni hjá Lyngdalsræktun unnuri@hotmail.com Er til…